Blogg RSS

2020, 2021, Gleðileg jól, Jólakveðja, Jólin, Nýtt ár -

Kærar þakkir fyrir samskiptin og viðtökurnar á árinu sem er að líða.  Óska ykkur öllum gleði og gæfu á komandi ári.  Kær jólakveðja,  Geira Geirs 

Lesa meira

Breytingar -

Heil og sæl!  Í dag mun vefsíðan mín breyta um lén úr sindrandi.is í geirageirs.is og nýtt netfang verður geira@geirageirs.is og sömu breytingar verða gerðar á Facebook og Instagram.  Þessi breyting er raun löngu komin á tíma því að Sindrandi var nafnið sem ég notaði fyrir kertaföndur sem ég hætti með árið 2017 en taldi of seint að breyta um nafn vegna þeirrar vinnu sem þegar hafði farið fram í að koma Sindrandi á framfæri. Með þessu reyndi ég að móta listina að nafninu en var í raun aldrei fullkomlega sátt og því er komið að þessum tímamótum.  Sú hugsun að...

Lesa meira

Framtíðin, hægfara handverk, Jafnvægi, Knús, Lífið og listin, Lífstíll, Samvinna, slow art, slow craft, slow movement, Vinnustofa -

  Á þessum óvissutímum sem við erum stödd í þessa stundina er fátt betra en að láta sig hverfa í heim sköpunnar og finna ástandinu jákvæðari farveg. Ég er svo heppin að búa í mjög skapandi umhverfi í nálægð við síbreytilega náttúru sem gefur stöðuga innspýtingu til skapandi verka og eru steinverkin mín ein birtingarmynd þeirrar sköpunargleði. Í lok síðasta árs fjallaði ég um hægfara handverk (slow movement) og hvernig ég tel það hugtak eiga vel við um steinverkin mín. Ég vil meina að í framhaldi af því að taka upp þessa aðferð í handverkinu sé þessi aðferðarfræði smám saman...

Lesa meira

Kæru viðskiptavinir,  Vegna Covid 19 vildi ég útlista nánar hvert verkferlið er við hvert steinverk.  1. Efniviðurinn er ávallt soðinn og þrifin með sápu og í sumum tilvikum þar sem hreinsa þarf lífrænt efni t.d. úr skel eða af rekavið notast ég við klórblöndu.  2. Vinnuaðstaðan mín er utan heimilis en ég byrja á því að sótthreinsa hendur og vinnustöð áður en ég hefst handa við sjálf verkin.  3. Vegna Covid 19 mun ég sótthreinsa rammann og glerið utan um verkið áður en ég geng frá verkinu í póst og geri svo ráð fyrir að Pósturinn sé með sína verkferla í dreifingarferlinu. ...

Lesa meira

Breytingar, Fyrir og eftir, Make over, Vinnuaðstaðan, Vinnustofa -

Breytingin á vinnustofunni tók ögn meiri tíma en lagt var með í upphafi en eins og sagt er þá gerast góðir hægt.  Listagyðjan innra með mér er að springa úr gleði og innblæstri fyrir nýjum verkum og nýjum hugmyndum :)  Get því aftur tekið við pöntunum á vefsíðunni sindrandi.is einnig eru nokkur tilbúin verk til sölu á vefsíðunni.  Ef þið viljið fylgjast með þegar ný steinverk eða blogg eru sett inn á síðuna þá endilega skráið ykkur á póstlistann sem er neðst á forsíðunni.  Kær kveðja, Geirþrúður  Nýja aðstaðan er öll opnari og bjartari og betur skipulögð með meira geymslupláss.  EFTIR (Sjá...

Lesa meira