Breytingar -

geirageirs.is : Nýtt nafn og nýtt lógó

Heil og sæl! 

Í dag mun vefsíðan mín breyta um lén úr sindrandi.is í geirageirs.is og nýtt netfang verður geira@geirageirs.is og sömu breytingar verða gerðar á Facebook og Instagram. 

Þessi breyting er raun löngu komin á tíma því að Sindrandi var nafnið sem ég notaði fyrir kertaföndur sem ég hætti með árið 2017 en taldi of seint að breyta um nafn vegna þeirrar vinnu sem þegar hafði farið fram í að koma Sindrandi á framfæri. Með þessu reyndi ég að móta listina að nafninu en var í raun aldrei fullkomlega sátt og því er komið að þessum tímamótum. 

Sú hugsun að breyta loksins nafninu sáði sér í kollinum á mér á Handverk & hönnun sýningunni í fyrra eftir athugasemdir frá nokkrum gestum sem vildu vita nánar hvaða listakona stæði á bakvið verkin. Smám saman varð þetta að hugmynd sem varð að dúttli á blaði og eftir það varð ekki aftur snúið! Ég er viss um að þetta sé skref í rétt átt og er spennt fyrir því sem koma skal.

Og hér erum við komin, ég vona að ykkur líki við nýja nafnið og nýja logoið og að með þessari smávægilegu breytingu verði tengingin á milli mín og verka minna persónulegri og nái þ.a.l. betur til ykkar sem hafið áhuga á verkum mínum. 

Hjartans kveðjur, 
Geira Geirs