Sindrandi ævintýri, næsti kafli.

Glerbrot, seaglass, Sindrandi Handverk, Umhverfismál, Vefsíða, ævintýri -

Sindrandi ævintýri, næsti kafli.

Sindrandi ævintýrið heldur áfram og nú er komin vefsíða í loftið sem er einskonar millikafli í þessu ferli sem eins og önnur ævintýri hafa verið bæði mikill lærdómur og frábær skemmtun.

En ævintýrið er bara rétt að byrja því að nú tekur við spennandi kafli með nýjum áherslum og enn stærri markmiðum.

Bloggið okkar er óformlegur vettvangur þar sem við veitum innsýn í líf okkar í Kjósinni, hvernig sveitalífið rétt utan við borgina hefur breytt lífstíl eða réttara sagt, lífstakti okkar.  

Fjaran okkar telst nokkuð hrein af rusli frá náttúrunnar hendi en með daglegri umhirðu helst hún enn hreinni og fallegri. Glerbrot sem hafa fengið að velkjast um í sjónum (seaglass) fær nýtt hlutverk í steinverkum og skarti sem bæði auðgar lit og fjölbreytni verkanna og umhverfið græðir um leið.   

Annað rusl er sem betur fer fátítt en ef það skolast upp í fjöru er það tekið, flokkað og sett í endurvinnslu. 

Með þessum hreinsunaraðgerðum er Sindrandi að leggja sitt á vogaskálarnar með bættri umhverfisvitund, bæði í aðgerð og hegðun en auk þess er heilsubótargangan hreinn viðauki í ferlinu sem auðvelt er að mæla með.

Hlakka til að deila ævintýrinu með ykkur :) 

Geirþrúður