Sjáumst á Ljósanótt 2019!

Hátíð, Ljósanótt, Reykjanesbær, steinverk, Sýning, Veghús -

Sjáumst á Ljósanótt 2019!

Sæl öll.

Ég verð með sýningu á laugardeginum 7. september í Veghúsum, einu af (h)eldri húsum bæjarins, Suðurgötu 9, hlutanum er snýr að Ránargötu.  

Opnunartími er áætlaður frá kl.13 - 22 en ef það er hrikalega gaman og mikið fjör þá er tími teygjanlegt hugtak!

Hlakka til að sjá alla og upplifa eina skemmtilegustu bæjarhátíðina á landinu :D

Kv, Geirþrúður  

Um hátíðina

Ljósanótt er árleg bæjarhátíð í Reykjanesbæ og er alltaf haldin fyrstu helgina í september. Þar koma allir saman, bæjarbúar, brottfluttir, gestir og gangandi, ungir og aldnir til að kveðja sumarið.

Boðið er upp á fjölbreyttar sýningar, tónleika og skemmtanir fyrir allan aldurshóp að ógleymdri hinni "heimsfrægu" Ljósanætur flugeldasýningu á laugardagskvöldinu sem ætti að höfða til barnsálarinnar í okkur flestum.

Það er yndisleg stund að sjá ljósin kveikna á berginu, táknræn merking þess að daginn styttir og tími kertakósý, sindrandi stjarna,- og norðurljósa er að ganga í garð.

Hátíðin er formlega sett 4. september og stendur til 8.september.