
Sjáumst í Ráðhúsi Reykjavíkur!
Sindrandi Handverk verður með í hinni árlegu Handverk & hönnun sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar 21.-25. nóvember nk. :D
Það er dásamleg stemning og upplifun að sjá alla þessa sköpunargleði samankomna á einum stað.
Takið eftir að sýningin er í nóvember sem þýðir að jólin eru skammt undan og heimsókn á sýninguna frábær í jólaundirbúningnum og styðja um leið íslenskt handverks, - og hönnunarfólk.
Sjáumst í Ráðhúsinu!
Bestu kveðjur, Geira