Litla Hönnunar Búðin RSS

Dásemdarbúðin, Litla Hönnunar Búðin, Samstarf -

Sindrandi Handverk þakkar kærlega samstarfið við Litlu Hönnunar Búðina En frá og með deginum í dag verða steinverkin ekki lengur til sölu í þeirri dásemdarverslun. Vefverslunin er auðvitað áfram opin og hægt að versla beint eða panta á www.sindrandi.is. 

Lesa meira

endurnýting, Fjaran, Haf-men, Hugmyndavinna, Litla Hönnunar Búðin, Sjógler, Sumarfrí, túristar, veður, Viðhald -

Viðrar vel til verka & viðhalds Það hefur varla verið rætt um annað en veðrið þessa dagana en það er svosem ekkert nýtt enda eitt heitasta umræðuefni þjóðarinnar á degi hverjum. Veðrið hefur leikið við okkur í SV hluta landsins og Sindrandi fjölskyldan nýtti það í viðhaldsvinnu sem sumarleysið 2018 leyfði ekki auk þess að skreppa í smá frí á Suðurlandið. Við skoðuðum fossa, klöppuðum krumma, lágum í sólbaði og spiluðum mini golf og margt fleira skemmtilegt.  Á meðan hefur Sindrandi Handverkið legið í dvala en þó ekki vanrækt, því eins og margir vita sem vinna að handverki þá fær maður...

Lesa meira

Hafnarfjörður, Halló, Litla Hönnunar Búðin, Samstarf, Þroskasaga -

Það er fátt leiðinlegra í lífinu en stöðnun og því best að forðast það í lengstu lög.  Að því sögðu þá er gaman að segja frá því að steinverkin eru nú fáanleg í verslun með fallega sál, Litla Hönnunar Búðin í hinum fagra Hafnarfirði.  Það fylgir því smá spenna að vera komin með handverkið okkar í verslun, svolítið fullorðins, en það gefur til kynna að Sindrandi Handverk sé að þroskast, sem er mikið gleðiefni.  Við hlökkum til samstarfsins með Litlu Hönnunar Búðinni og vonum að það verði í senn farsælt, skemmtilegt og þroskandi fyrir okkur öll. 

Lesa meira