steinverk RSS
Sjáumst í Ráðhúsi Reykjavíkur!
Sindrandi Handverk verður með í hinni árlegu Handverk & hönnun sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar 21.-25. nóvember nk. :D Það er dásamleg stemning og upplifun að sjá alla þessa sköpunargleði samankomna á einum stað. Takið eftir að sýningin er í nóvember sem þýðir að jólin eru skammt undan og heimsókn á sýninguna frábær í jólaundirbúningnum og styðja um leið íslenskt handverks, - og hönnunarfólk. Sjáumst í Ráðhúsinu! Bestu kveðjur, Geira
Sjáumst á Ljósanótt 2019!
Sæl öll. Ég verð með sýningu á laugardeginum 7. september í Veghúsum, einu af (h)eldri húsum bæjarins, Suðurgötu 9, hlutanum er snýr að Ránargötu. Opnunartími er áætlaður frá kl.13 - 22 en ef það er hrikalega gaman og mikið fjör þá er tími teygjanlegt hugtak! Hlakka til að sjá alla og upplifa eina skemmtilegustu bæjarhátíðina á landinu :D Kv, Geirþrúður Um hátíðina Ljósanótt er árleg bæjarhátíð í Reykjanesbæ og er alltaf haldin fyrstu helgina í september. Þar koma allir saman, bæjarbúar, brottfluttir, gestir og gangandi, ungir og aldnir til að kveðja sumarið. Boðið er upp á fjölbreyttar sýningar, tónleika og skemmtanir fyrir...
Vor í Vindheimum í blússandi núvitund.
Bloggið í dag fjallar að einhverju leiti um lífstílsbreytinguna sem fylgdi því að flytja úr borg í sveit og lærdómurinn sem við öðlumst af því að búa í nánari samskiptum við náttúruöflin en áður fyrr. Ég vil meina að þessi flutningur hafi verið til hins betri fyrir á fleiri vegu en bara betra loft og minni umferð, ég hafði ekki hugsað út í það sérstaklega fyrr en ég rakst á umfjöllun um núvitund! Núvitund (mindfulness) er eitt af þeim hugtökum sem hafa fengið nokkra athygli undanfarið en það felur í sér á einföldu máli að geta gleymt sér í stund og stað. Ástæða þess að...
Eins manns rusl er annars fjársjóður!
Eitt af því skemmtilegasta sem ég finn í fjörunni eru glerbrot, sjóbarið gler sem hefur velkst um í sjónum í lengri tíma, jafnvel einhver ár. Hafið gefur glerinu engan afslátt af þessu ferðalagi um hafsbotninn þar sem það er slípað til í eldskírn magnaðra átaka sands og steina. Fjaran er síðasti viðkomustaðurinn þar sem glerið, nú sjóbarið og þroskað eftir átökin er orðið að grip sem myndi sóma sér vel sem sjálft brisingarmen Freyju. Oftar en ekki endar það hinsvegar fremur en uppfylling í ruslahaug en þá sannast víst máltækið: “Eins manns rusl er annars fjársjóður”. Víðsvegar um heiminn er fólk að...
Tögg
- Allt
- 2020
- 2021
- Ares
- Biðlisti
- Breytingar
- brisingarmen
- dans
- Dásemdarbúðin
- endurnýting
- Fjaran
- fjársjóður
- Fjölskylduportret
- Framtíðin
- Fyrir og eftir
- geðheilbrigðismál
- Glerbrot
- Gleðileg jól
- Haf-men
- Hafnarfjörður
- Halló
- handverk
- Handverk og hönnun
- Hátíð
- Heimsspeki
- Herdísarvíkur - Surtla
- hrútur
- hugleiðsla
- Hugmyndavinna
- hugtak
- hægfara handverk
- íslenska kindin
- Jafnvægi
- Jólakveðja
- Jólin
- kindarlegar verur
- kindur
- Knús
- labrador
- Lífið og listin
- Lífið við sjóinn
- Lífstíll
- Litla Hönnunar Búðin
- Ljósanótt
- Make over
- mindfulness
- morgunstund
- námskrá
- náttúran
- Núvitund
- Nýtt ár
- Ráðhús Reykavíkur
- Reykjanesbær
- Samstarf
- Samvinna
- seaglass
- Sindrandi Handverk
- sjálfbærni
- Sjógler
- skartgripir
- Skipulagsbreytingar
- slow art
- slow craft
- slow crafting
- Slow design
- Slow living
- slow movement
- steinverk
- Sumarfrí
- Sýning
- tumbling
- túristar
- tvílembd
- Tækifærisgjöf
- Umhverfismál
- umhverfisvæn
- úr borg í sveit
- Vefsíða
- Veghús
- veður
- Vinnuaðstaðan
- Vinnustofa
- Viðhald
- Yarm
- ær
- ævintýri
- þrílembd
- Þroskasaga