
Takk fyrir mig Ljósanótt!
Ég er í skýjunum með hvernig til tókst um helgina. Eftir smá vandræði með þátttöku í handverkstjaldinu af óviðráðanlegum ástæðum, fékk ég boð frá öndvegishjónunum í Veghúsum, Heiðu og Ingva að vera í bakhúsinu hjá þeim sem ég þáði með hjartans þökk.
Veðrið var ekki með Reykjanesbæjarbúum í liði á laugardeginum. En fólk lét það ekki á sig fá og kom veðurbarið með blautar kinnar, bros á vör og gust af jákvæðni inn um dyrnar.
Sérlegur aðstoðarmaður sýningarinnar var andinn í húsinu, en mörgum varð á orði hversu vel þeim leið á sýningunni sem mér þótti sérstaklega vænt um.
Það var ljóst nokkuð snemma hvaða verk það voru sem heilluðu mest og ljóst að ég þarf að spýta í lófana í flokkunum - Ást, vinátta og fjölskylda, fyrir næstu Ljósanótt!
Takk enn og aftur fyrir yndislegar móttökur, hvatninguna og alla jákvæðnina sem fylgdi hverjum þeim sem kíktu á sýninguna - þvílíkur innblástur!
Það eru spennandi hlutir framundan sem verða nánar auglýstir síðar en þangað til minni ég á að hægt er að panta í gegnum vefsíðuna www.sindrandi.is
Kær kveðja, Geira