Upplýsingar um verklag vegna covid-19!

Kæru viðskiptavinir, 

Vegna Covid 19 vildi ég útlista nánar hvert verkferlið er við hvert steinverk. 

1. Efniviðurinn er ávallt soðinn og þrifin með sápu og í sumum tilvikum þar sem hreinsa þarf lífrænt efni t.d. úr skel eða af rekavið notast ég við klórblöndu. 

2. Vinnuaðstaðan mín er utan heimilis en ég byrja á því að sótthreinsa hendur og vinnustöð áður en ég hefst handa við sjálf verkin. 

3. Vegna Covid 19 mun ég sótthreinsa rammann og glerið utan um verkið áður en ég geng frá verkinu í póst og geri svo ráð fyrir að Pósturinn sé með sína verkferla í dreifingarferlinu. 

Ég vona að með þessum einföldu aðgerðum leggi ég mitt að mörkum og vonast um leið að með samstilltu átaki takist okkur að draga tennurnar úr þessum vágesti. 

Með bestu kveðju, 

Geira