Blogg RSS

Biðlisti, Skipulagsbreytingar, Tækifærisgjöf, Vinnustofa -

Hæ hæ, eins og kom fram í síðasta bloggi þá er vinnustofan mín í gestahúsinu okkar og nú er svo komið að það þarf að gera breytingar til að þetta tvennt geti virkað saman.  Ég ákvað því að hefjast handa við að gera smá skipulagsbreytingar auk fegrunaraðgerða á litla sæta húsinu gestahúsinu til að það gangi allt saman vel upp.  Á meðan á þessu stendur get ég því miður ekki tekið að mér pantanir þar sem að allt hráefnið mitt er komið ofan í kassa og aðstaðan ekki fyrir hendi.  Vonandi mun þetta ekki taka langan tíma en ég mun...

Lesa meira

  Með nýju ári koma ný markmið, fyrir mig persónulega er það að setja heilsuna í efsta sætið því að eins og sagt er í leiðbeiningum í flugvélinni, þá þarftu fyrst að setja súrefnið á sjálfa þig áður en þú getur aðstoðað aðra!  Önnur markmið eru að halda áfram að þróa Sindrandi Handverk og taka þátt í fleiri mörkuðum, sinna áhugamáli mínu sem er ljósmyndun og skipuleggja vel vinnu við hús og garð í sumar.  Árið 2019 verður mér minnistætt fyrir margar sakir en sérstaklega fyrir framfarirnar sem handverkið mitt tók og móttökurnar sem það fékk í kjölfarið.  Það er með handverk...

Lesa meira

hægfara handverk, sjálfbærni, slow crafting, Slow design, Slow living, umhverfisvæn, Yarm -

  Á síðari hluta síðustu aldar, nánar tiltekið árið 1986 hóf Carlo Petrini upp raust sína gegn opnun McDonalds veitingastaðar í Róm en þessi viðburður er talin upphaf þess sem hefur verið nefnt Slow movement.   Ég sá hugtakið “slow design” fyrst í viðtali við Erlu Svövu Sigurðardóttur, eiganda Yarm, en hönnun hennar krafðist þess að hún ynni efnið í teppi og púða úr íslenskri ull frá grunni. Mér fannst þessi lýsing hennar geta átt við það sem ég var að gera með steinverkin mín og ákvað að kynna mér málið.    Kathryn Vercillo skrifar um hvernig hugtakið virkar fyrir handverk How...

Lesa meira

Ares, dans, Fjaran, Fjölskylduportret, Glerbrot, Heimsspeki, Jafnvægi, labrador, Lífið við sjóinn, morgunstund, náttúran, veður -

Lífið við sjóinn er magnaður dans við náttúruöflin, stundum er dansinn eins og brjálaður foxtrott en oftast er stigin einfaldur vals í góðum takti.  Veður geta verið válynd í firðinum, en þó aldrei þannig að það verði vart við hræðslu, fremur dáist ég að því og ber mikla virðing fyrir þessi afli sem stýrir lífi okkar meira en við þorum að viðurkenna.  Mér leiðist aldrei þessi dans, hann heldur mér við efnið og tengir mig við náttúruna, umhverfið og sjálfið, þessa heilögu þrenningu sem knýr mig áfram og veitir mér jafnvægi.  Morguninn er mín uppáhalds stund sem hefst á því að ég sest niður við...

Lesa meira

handverk, Handverk og hönnun, Ljósanótt, Ráðhús Reykavíkur, steinverk, Sýning -

      Sindrandi Handverk verður með í hinni árlegu Handverk & hönnun sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar 21.-25. nóvember nk. :D  Það er dásamleg stemning og upplifun að sjá alla þessa sköpunargleði samankomna á einum stað.  Takið eftir að sýningin er í nóvember sem þýðir að jólin eru skammt undan og heimsókn á sýninguna frábær í jólaundirbúningnum og styðja um leið íslenskt handverks, - og hönnunarfólk.  Sjáumst í Ráðhúsinu! Bestu kveðjur, Geira     

Lesa meira