Blogg RSS

Hátíð, Ljósanótt, Reykjanesbær, steinverk, Sýning, Veghús -

Sæl öll. Ég verð með sýningu á laugardeginum 7. september í Veghúsum, einu af (h)eldri húsum bæjarins, Suðurgötu 9, hlutanum er snýr að Ránargötu.   Opnunartími er áætlaður frá kl.13 - 22 en ef það er hrikalega gaman og mikið fjör þá er tími teygjanlegt hugtak! Hlakka til að sjá alla og upplifa eina skemmtilegustu bæjarhátíðina á landinu :D Kv, Geirþrúður   Um hátíðina Ljósanótt er árleg bæjarhátíð í Reykjanesbæ og er alltaf haldin fyrstu helgina í september. Þar koma allir saman, bæjarbúar, brottfluttir, gestir og gangandi, ungir og aldnir til að kveðja sumarið. Boðið er upp á fjölbreyttar sýningar, tónleika og skemmtanir fyrir...

Lesa meira

Dásemdarbúðin, Litla Hönnunar Búðin, Samstarf -

Sindrandi Handverk þakkar kærlega samstarfið við Litlu Hönnunar Búðina En frá og með deginum í dag verða steinverkin ekki lengur til sölu í þeirri dásemdarverslun. Vefverslunin er auðvitað áfram opin og hægt að versla beint eða panta á www.sindrandi.is. 

Lesa meira

Herdísarvíkur - Surtla, hrútur, íslenska kindin, kindarlegar verur, kindur, tvílembd, ær, þrílembd -

Hver elskar ekki kindur?  Þær eru hluti af landslaginu þegar við ferðumst sveitirnar, jórtrandi við þjóðveginn með tvö til þrjú lömb sem hringsóla við ærnar eins og tunglið við jörðu.  Íslenska kindin er einstaklega dugleg og harðgerð, sumar jafnvel náð í sögubækurnar eins og hin alræmda Herdísarvíkur - Surtla   blessuð sé minning hennar :)  Kindurnar hafa verið hluti af Sindrandi Handverki frá upphafi, fyrsta steinverkið var einmitt af kindum sem fékk nafnið Ást í öræfum og fljótlega eftir það fylgdi verkið Kindarlegar   Í dag hefur kindarlegum verkum fjölgað og segja má að um steinverkslínu sé að ræða enda bæði skemmtilegt og (s) jarmerandi viðfangsefni. ...

Lesa meira

endurnýting, Fjaran, Haf-men, Hugmyndavinna, Litla Hönnunar Búðin, Sjógler, Sumarfrí, túristar, veður, Viðhald -

Viðrar vel til verka & viðhalds Það hefur varla verið rætt um annað en veðrið þessa dagana en það er svosem ekkert nýtt enda eitt heitasta umræðuefni þjóðarinnar á degi hverjum. Veðrið hefur leikið við okkur í SV hluta landsins og Sindrandi fjölskyldan nýtti það í viðhaldsvinnu sem sumarleysið 2018 leyfði ekki auk þess að skreppa í smá frí á Suðurlandið. Við skoðuðum fossa, klöppuðum krumma, lágum í sólbaði og spiluðum mini golf og margt fleira skemmtilegt.  Á meðan hefur Sindrandi Handverkið legið í dvala en þó ekki vanrækt, því eins og margir vita sem vinna að handverki þá fær maður...

Lesa meira

Fjaran, geðheilbrigðismál, hugleiðsla, hugtak, Lífstíll, mindfulness, námskrá, náttúran, Núvitund, steinverk, úr borg í sveit -

Bloggið í dag fjallar að einhverju leiti um lífstílsbreytinguna sem fylgdi því að flytja úr borg í sveit og lærdómurinn sem við öðlumst af því að búa í nánari samskiptum við náttúruöflin en áður fyrr. Ég vil meina að þessi flutningur hafi verið til hins betri fyrir á fleiri vegu en bara betra loft og minni umferð, ég hafði ekki hugsað út í það sérstaklega fyrr en ég rakst á umfjöllun um núvitund! Núvitund (mindfulness) er eitt af þeim hugtökum sem hafa fengið nokkra athygli undanfarið en það felur í sér á einföldu máli að geta gleymt sér í stund og stað. Ástæða þess að...

Lesa meira