Um okkur
Ég hef þann heiður að vera nefnd í höfuðið á langalanga ömmu minni, Geirþrúði Geirsdótttur og móður minni, Ósk Sigmundsdóttur. Ég er fædd 10. febrúar árið 1977 og er því samkvæmt fræðunum jarðbundin skýjahnoðri og er í Vatnsberamerkinu! Stolt suðurnesjamær, uppalin í Y-Njarðvíkum, Reykjanesbæ, þar sem ég bjó lengst af með stuttu stoppi í höfuðborginni á meðan ég stundaði háskólanám eða þar til að ég flutti í Kjósina árið 2016
Hóf nám við Háskóla Íslands árið 2008 í sagnfræði sem ég lauk árið 2012 með BA gráðu og hef svo bætt við mig diplóma í safnafræði og upplýsingafræði.
Það hefur hins vegar alltaf búið listakona í mér og sveitasælan í Kjósinni varð sá innblástur sem þurfti til að ég ákvað að hleypa henni út, breiða út vængina og sjá hvert það myndi bera mig.
Kjósin okkar
Handverks, - og sölusýningar
- Hjartagarðurinn Jólamarkaður 14.desember.
- Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 21.- 25.nóvember
- Ljósanótt - Sölusýning í Veghúsum, Suðurgötu 9, Reykjanesbæ.
- Litla Hönnunar Búðin Strandgötu 19, Hafnarfirði
- Kátt í Kjós - markaður í Félagsgarði
2018
- Kaffi Kjós
- Kátt í Kjós - markaður í Félagsgarði
- Aðventumarkaðurinn í Kjós
- Mimos nuddstofa (sölusýning)
- Punt & prent í Glæsibæ
Bestu þakkir fyrir að fylgjast með og vonum við að bæði listaverkin og vefsíðan haldi áfram að vaxa og dafna með ykkar aðstoð.
Geira Geirs og Hörður Jónsson
